Byrjuð aftur að skrifa

Það er margt búið að vera í gangi hjá mér, hef reyndar ekkert verið neitt dugleg að skrifa. og núna er ég ekki með herbergi. Samt er þetta ótrúlega kósý hérna hjá okkur. Ég er alveg steinhissa á hvernig komiðer fyrir okkur hér á landi, alltaf sama fólkið sem græðir en hinir eru látnir borga. Ég þarf að borga skuldir þeirra ríkustu í þjóðfélaginu í nánustu framtíð og kannski börnin mín líka. ÉG MÓTMÆLI ÉG ER REIÐ OG BAND BRJÁLUÐ:KOmið til skila hér með:)
Jæja, núna eitthvað skemmtilegra.ÉG fór í prufu í sound of music í borgaleikhúsinu og það voru 4000 sem skráðu sig. Mér fannst ég standa mig illa en ég komst áfram í næstu prufur, Ég er mjög ánægð með það. lúðrasveitinn og magadansinn hafa komið sér vel fyrir.Er að fara passa litlu systur mína fyrir mömmu í kvöld og Auður frænka mín sem er 1 ári eldri en ég verður líka til hjálpar :D . Svo var ég að spila á 3 tónleikum í dag með lúðrasveitinni. Það var rosa gaman. Það verður ekkert fleira í bili. hlakka til að skrifa meira.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert dugleg stelpa Birta mín:)

kv,

mamma:*

Selma (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband