Gleðileg Jól:)

Ég var að koma heim eftir að hafa verið hjá pabba. Sigurlaug æskuvinkona mín heimsótti mig til hans.
Við fórum seint að sofa. Mér er búið að líða eitthvað skringilega, mamma heldur að það sé vöðvabólga út frá axlarklemmunni. Annars voru jólin ágæt, við erum ekki með jólatré en það er allt í lagi. Ég fékk fínar gjafir en jólamaturinn var ekki góður, mömmu fannst það ekki heldur. Hún eldar alltaf annaðhvort hamborgarahrygg eða kalkún en þar sem við vorum hjá Hrefnu frænku fengum við rjúpur sem ég var að smakka í fyrsta sinn og fannst aldeilis leiðinlegt að borða. Ég fékk æðislega skó frá mömmu og nótnastatíf gjafakort og ljós frá pabba. uppáhalds gjöfin hennar mömmu var frá mér, svartur svanur sem ég smíðaði í skólanum. Núna ættlum við að taka aðeins til og fara að horfa á einhverja mynd, bara svona kósý kvöld. Eina sem er, er Evaló sem er alltaf með vesen, hun er frekar ofvirk og vill bara horfa á Latabæ. Annars erum við stelpurnar bara hressar.

Birta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband