11.9.2008 | 21:22
Birta Kokkur:-)
Ég var að koma úr afmæli og það var dýraþema. Eg fór sem mús. Annars er buið að vera mikið að gera hjá mér, fór Heiðmörk i dag með skólanum mínum Við grilluðum pylsur og fórum í leiki. Við fórum með rútu og löbbuðum svo. Annars finnst mér langskemmtilegast að vera í rútunni. Þar erum við bara að spjalla saman krakkarnir og fíflast. Í gær var mikið spjallað um heimsendir því allir krakkarnir í skólanum töluðu um það. Kennarinn reyndi að róa okkur öll niður og þurfti að fara á internetið og sýna okkur að það væri ekkert að gerast hjúkk:) Þegar ég kom úr afmælinu var systir mín líka orðin mús, alltaf þarf hún að herma eftir mér. Eins hef sagti þá er hún mjög óþekk, núna áðan gerði hún enn eitt skamarstrikið. Tók hvítupeysuna hennar mömmu og hennti í klósettið, það var fyndið en samt ekki og við reynum að láta Evuló ekki sjá að við værum að brosa.
Í skólaum er skift í hópa sem eru myndmennt, textílmennt, heimspeki og tónlist ,heimilisfræði og smíði. Ég er í heimilisfræðinni og er búin að vera að baka og ela fullt, annars var bóklegur tími í dag:( Ég gerði rosalega góða eggjaböku(ommilettu) sem auðvelt er að gera ef maður er svangur og einn heima.
UPPSKRIFT:
3 egg
4matskeiðar mjolk
1/4 teskeið salt
hræra saman.
Laukur
paprikka
ostur
pylsur
látið mjólkina eggin og saltið saman í skál og hrærið saman.
steikið laukinn og pylsurnar æa pönnunni og stillið á 5
Þegar búið er að steikja í smá stund og pylsurnar ornar brúnar þá hellið þið eggjahrærunni saman oná laukinn og pylsurnar og lækkið niðrá 3
bíðið í nokkrar sekóntur og dreifið paprikkunni yfir og rífið ostinn með rifjárni yfir.
Verði ykkur að góðu.
kveðja,
Birta kokkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.