Allt og ekkert.

Það er virkur dagur og eins og alltaf þá fór ég í skólann. Það var nú ekkert svosem mikið að gera í skólanum. Ég reyni að koma heim eftir skóla og klára að læra , í dag tókst það:) Kristín vinkona mín kom til mín i dag og við fórum saman í Þróttheima. Þar er opið hus einusinni í viku þar sem krakkarnir úr 5-7 bekk hittast og geta farið í ýmislegt saman, eins og t.d. borðtennis eða biljard og allskonar. Ég get nú ekki spilað biljard út af hendinni en ég geri bara eitthvað annað í staðinn. Ég fór í trompett tíma og mér gekk bara vel. Uppáhlads maturinn hans Grettis( Garfeild) verður í kvöld lasania. Ég á reyndar eftir að læra smá náði ekki að klára það alveg. Mér finnst stærðfræðin leiðinlegust og erfiðust en stundum getur hún verið ágæt og það er einmitt það sem ég á eftir að klara. Mer finnst skemmtilegast i náttúrufræði og íslensku svo finnst mer enskan alveg ágæt. Núna rétt í þessu var systir mín að henda bananahiði í klósettið, einusinni stiflaði hún það og það þurfti að brjota allt upp ínná baði. Þá var búið að henda dóti oní það.Hún er sko algjör grallari, hún er stundum að gera mömmu brjálaða og mig líka. í gærkvöldi togaði hún heila hillu niður úr ískápnum og allt hrundi út um allt. Svo braut hún uppáhalds skálina hennar mömmu fyrir stuttu, sem langamma min bjó til. svona geta lítil börn verið vita ekki hvað þau eru með í höndunum. Ég held að ég hafi ekki verið svona óþekk, var frekar róleg þegar ég var lítil. Samt gat ég verið mjög frek og talaði stundum aðeins of mikið.
Mér finnst skólasundið óþolandi vegna þess að ég á bara á svo erfitt með að synda. Ég get bara ekki neitt nema baksund, mamma segist hafa verið með kút til 12 ára en ég held að hún sé að plata mig svo mér líði betur yfir hversu léleg ég er í sundi. Ég fór á sundnámskeið einusinni með veikum börnum þá var ég 7 ára. Þar lærði ég mest, en mig langar samt ekki aftur. Það er ekki í mínum framtíðardraumum að verða sundrottning. Það sem mig langar til að verða er svo margt t.d. ljósmyndari, listakona, búningahönnuður, rannsóknarlögregla eða barnalæknir. Eins gott að vera dugleg að læra:) hehehe
Núna er víst kominn kvöldmatur og ég verð að hætta.

Heyrumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband