Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilegt sumar

Það er annsi mikið búið að vera að gerast, ég t.d. flutt einaferðina enn. Núna búum við í miðbænum og mér finnst það skemmtilegt. Kannski skipti ég um skóla næsta vetur,ég er ekki alveg viss hvort mig langi til þess. Ég fór í bío með pabba og frændfólki að sjá myndina Draumalandið. Það var mjög áhugavert fyrir mig þar sem ég fór í viku göngu um þetta svæði áður en stíflan var byggð eða Kárahnjúkavirkjunn, Þetta var frekar sorglegt að horfa á þetta. Annars er svo mikill heimalærdómur að ég er að kafna.Mamma hjálpar mér með íslensku og ensku en pabbi stærðfræðina, mamma og erum frekar slakar í stærðfræðinni en algjörir snillingar á öðrum sviðum;)

Tölvan er að springa ég verð að hætta.


Gleðileg Jól:)

Ég var að koma heim eftir að hafa verið hjá pabba. Sigurlaug æskuvinkona mín heimsótti mig til hans.
Við fórum seint að sofa. Mér er búið að líða eitthvað skringilega, mamma heldur að það sé vöðvabólga út frá axlarklemmunni. Annars voru jólin ágæt, við erum ekki með jólatré en það er allt í lagi. Ég fékk fínar gjafir en jólamaturinn var ekki góður, mömmu fannst það ekki heldur. Hún eldar alltaf annaðhvort hamborgarahrygg eða kalkún en þar sem við vorum hjá Hrefnu frænku fengum við rjúpur sem ég var að smakka í fyrsta sinn og fannst aldeilis leiðinlegt að borða. Ég fékk æðislega skó frá mömmu og nótnastatíf gjafakort og ljós frá pabba. uppáhalds gjöfin hennar mömmu var frá mér, svartur svanur sem ég smíðaði í skólanum. Núna ættlum við að taka aðeins til og fara að horfa á einhverja mynd, bara svona kósý kvöld. Eina sem er, er Evaló sem er alltaf með vesen, hun er frekar ofvirk og vill bara horfa á Latabæ. Annars erum við stelpurnar bara hressar.

Birta


Bara smá

Davíð Oddsson hefur verið ráðinn aðalleikari Þjóðleikhússins frá og með 1.jan 2009 mun hann taka þátt í öllum uppfærslum nema litlu gulu hænunni.
mbl.is Eitthvað rotið í Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin nálgast

JÆJA sæmilegt að frétta hjá mér.í dag fór ég væntanlega í skolann og þar var jólahlaðborð ummm.Ég er að æfa jólaleikrit með bekknum mínum og leikritið er þyrnirós ég leik álfadís og einhverja kerlingu.Ég er búin að búa til jólagjöf handa mömmu, pabba,og Evu Lóu. Ég fór í lúðrasveitina í dag, er að fara spila á leiksskólanum hennar Evuló á miðvikudag og svo skólanum mínum á fimmtudaginn. Nóg að gera:) Ég bakaði með ömmu,mömmu og Hrefnu frænku um daginn piparkökur sem heppnuðust ekki mjög vel. Læt myndir af því hér fljótlega. Núna er u 23 dagar til jóla og allir opna gluggana á jóladagatalinu sínu. Núna þegar ég er búin að vera flytja er allt jólaskraut í kassa og það erbara eitt aðventuljós hérna. Verð að fara.

Út með Hauk.

Þeim væri nær að láta einhverja aðra þarna inn. T.d. ríku mennina sem stálu af okkur og þá sem gerðu landið gjaldþrota.Þetta er algjört bull allt, óþolandi pakk.
mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var mikið.

Allir sem eru með hálaun eða ofurlaun lækki laun sín STRAX takk,
mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjuð aftur að skrifa

Það er margt búið að vera í gangi hjá mér, hef reyndar ekkert verið neitt dugleg að skrifa. og núna er ég ekki með herbergi. Samt er þetta ótrúlega kósý hérna hjá okkur. Ég er alveg steinhissa á hvernig komiðer fyrir okkur hér á landi, alltaf sama fólkið sem græðir en hinir eru látnir borga. Ég þarf að borga skuldir þeirra ríkustu í þjóðfélaginu í nánustu framtíð og kannski börnin mín líka. ÉG MÓTMÆLI ÉG ER REIÐ OG BAND BRJÁLUÐ:KOmið til skila hér með:)
Jæja, núna eitthvað skemmtilegra.ÉG fór í prufu í sound of music í borgaleikhúsinu og það voru 4000 sem skráðu sig. Mér fannst ég standa mig illa en ég komst áfram í næstu prufur, Ég er mjög ánægð með það. lúðrasveitinn og magadansinn hafa komið sér vel fyrir.Er að fara passa litlu systur mína fyrir mömmu í kvöld og Auður frænka mín sem er 1 ári eldri en ég verður líka til hjálpar :D . Svo var ég að spila á 3 tónleikum í dag með lúðrasveitinni. Það var rosa gaman. Það verður ekkert fleira í bili. hlakka til að skrifa meira.

Long-time

Það-er-búið-að-vera-ekkert-smá-mikið-að-gera-hjá-mér.Fyrst-var-það-alviðra-það-var-ótrúlega-gaman,fórum-bekkurinn-á-Selfoss-og-gistum-eina-nótt.Þar-fengum-við-að-kynnast-öllu-sem-tengis-jarðskjálftum-ogsfr.-Það-er-ótrúlega-gaman-í-skólanum,í-gær-var-ég-og-Hera-með-danssýningu:)og-allir-hinr-krakkarnir-í-bekknum-voru-líka-með-skemmtileg-atriði.
Ég-var-nú-bara-að-koma-heim-ur-afmæli,Bergdís-vinkona-mín-var-11ára-í-dag.Til-hamingju-með-afmælið-Bergdís:)Hún-átti-reyndar-afmæli-í-ágúst.-Annars-er-ég-bara-hress:)
ég-er-orðin-svolítið-sibbin-núna-og-tölvan-hennar-mömmu-er-biluð-þess-vegna-get-ég-ekki-gert-bil-en-nota-bara-----í-staðinn:)afsakið-þessa-bilun-en-ekkert-sem-ég-ræð-við.
Núna-ætla-ég-með-mömmu-uppí-rúm-að-spjalla-við-mömmu,það-gerum-við-reyndar-mjög-oft-því-mamma-nennir-ekki-að-horfa-á-sjónvarpið-nema-á-kannski-trúðinn-eða-aðþrengdareiginkonur-og-þá-horfum-við-saman.-Núna-þurfa-allir-að-spara-og-það-lítur-út-fyrir-að-við-verðum-á-Íslandi-um-jólin.-en-okkur-langaði-að-fara-til-Indlands.
-Nóg-í-bili,

Birta-de-Trix,hehe


HVAÐ ER AXLARKLEMMA?


Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu, það stendur á öxlum eftir að höfuðið er fætt og barnið situr fast. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja eða sjá fyrir axlarklemmu í fæðingu en þó er vitað að ýmis teikn geta verið fyrirboði um axlarklemmufæðingu, áhættuþættirnir eru meðal annarra:

Grunur um þungbura (4000gr eða meira)

Móðir þyngist mikið á meðgöngu eða er yfir kjörþyngd

Sykursýki móður

Lágvaxin og/eða smágerð móðir

Legbotn (fundal) mælist hár

Síðburafæðing

Langdregið annað stig fæðingar

Axlarklemma í fyrri fæðingu

flatt / afbrigðilegt lífbein eða þröng grind

www.axlarklemma.is


Dagurinn í dag.

Ég var í skólanum í dag og það var bara fínt,en reyndar kom svolítið uppá en það langar mig ekkert að vera að tala um.en í gær hjápaði Bergdis vinkona mín mér að taka til í herberginu minu og við rifum niður hverja einstu hillu og nú er allt á sínum stað. Veðrið er búið að vera hræðilegt,samt kósí á kvöldin.Ég var ekki ánægð þegar ég komst að því að Evaló væri búin að hella nýja sjampóinu mínu niður sem amma var nýbúin að gefa mér:( Skólasundið er að%&//%%$ mig. Það var hakk og spagettí í matinn en við komum ekki heim fyrr en sjö þar sem ég var í lúðrasveitinni.
Ég á víst að fara uppí rúm að sofa núna.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband