Pabbahelgin búin.

Helgin var skemmtileg ég fór í bíó með pabba á þrívíddarmynd og frændur mínir Rökkvi,Sindri og pabbi þeirra Dýri fóru með okkur. Rökkvi og Sindri fengu að gista laugardagsnóttina. Svo röltum við niður Tjarnagötuna þar sem pabbi býr. Ég og tvíbbarnir Rökkvi og Sindri læstumst inni í herberginu mínu. Það gerðist þannig að Rökkvi fór inní herbergi með mér og Sindra og læsti okkur þrjú inni samt var hann með lykilinn en svo fór hann út á svalir sem eru í herberginu mínu og missti lykilinn niður í garðinn. Við þorðum ekki að segja pabba en við urðum að gera það og sem beturfer var pabbi með auka lykil, Úff hvað það var erfitt að útskýra þetta:) hehehe . Við margt fleira skemmtilegt.
Núna lærum við mamma stundum saman á kvöldin þegar Eva Lóa er sofnuð. Þar er notarlegt.
BLESS BLESS Í BILI

Pabbahelgi framundan:)

Ég var að koma frá Sigrúnu vinkonu minni. Auðvitað var mamma að æfa óperu og það heyrðist alla leið út:/Ég er að fara til pabba fyrsta sinn sem ég gisti í nýju íbúðinni hans á Tjarnagötunni. Ég er mjög spennt. Það var gaman í skólanum og ég hef ekki meira að segja í bili:) Hef örugglega frá mörgu að segja eftir helgina.

Birta Kokkur:-)

Ég var að koma úr afmæli og það var dýraþema. Eg fór sem mús. Annars er buið að vera mikið að gera hjá mér, fór Heiðmörk i dag með skólanum mínum Við grilluðum pylsur og fórum í leiki. Við fórum með rútu og löbbuðum svo. Annars finnst mér langskemmtilegast að vera í rútunni. Þar erum við bara að spjalla saman krakkarnir og fíflast. Í gær var mikið spjallað um heimsendir því allir krakkarnir í skólanum töluðu um það. Kennarinn reyndi að róa okkur öll niður og þurfti að fara á internetið og sýna okkur að það væri ekkert að gerast hjúkk:) Þegar ég kom úr afmælinu var systir mín líka orðin mús, alltaf þarf hún að herma eftir mér. Eins hef sagti þá er hún mjög óþekk, núna áðan gerði hún enn eitt skamarstrikið. Tók hvítupeysuna hennar mömmu og hennti í klósettið, það var fyndið en samt ekki og við reynum að láta Evuló ekki sjá að við værum að brosa.
Í skólaum er skift í hópa sem eru myndmennt, textílmennt, heimspeki og tónlist ,heimilisfræði og smíði. Ég er í heimilisfræðinni og er búin að vera að baka og ela fullt, annars var bóklegur tími í dag:( Ég gerði rosalega góða eggjaböku(ommilettu) sem auðvelt er að gera ef maður er svangur og einn heima.

UPPSKRIFT:
3 egg
4matskeiðar mjolk
1/4 teskeið salt
hræra saman.

Laukur
paprikka
ostur
pylsur

látið mjólkina eggin og saltið saman í skál og hrærið saman.
steikið laukinn og pylsurnar æa pönnunni og stillið á 5
Þegar búið er að steikja í smá stund og pylsurnar ornar brúnar þá hellið þið eggjahrærunni saman oná laukinn og pylsurnar og lækkið niðrá 3
bíðið í nokkrar sekóntur og dreifið paprikkunni yfir og rífið ostinn með rifjárni yfir.

Verði ykkur að góðu.
kveðja,

Birta kokkur


Allt og ekkert.

Það er virkur dagur og eins og alltaf þá fór ég í skólann. Það var nú ekkert svosem mikið að gera í skólanum. Ég reyni að koma heim eftir skóla og klára að læra , í dag tókst það:) Kristín vinkona mín kom til mín i dag og við fórum saman í Þróttheima. Þar er opið hus einusinni í viku þar sem krakkarnir úr 5-7 bekk hittast og geta farið í ýmislegt saman, eins og t.d. borðtennis eða biljard og allskonar. Ég get nú ekki spilað biljard út af hendinni en ég geri bara eitthvað annað í staðinn. Ég fór í trompett tíma og mér gekk bara vel. Uppáhlads maturinn hans Grettis( Garfeild) verður í kvöld lasania. Ég á reyndar eftir að læra smá náði ekki að klára það alveg. Mér finnst stærðfræðin leiðinlegust og erfiðust en stundum getur hún verið ágæt og það er einmitt það sem ég á eftir að klara. Mer finnst skemmtilegast i náttúrufræði og íslensku svo finnst mer enskan alveg ágæt. Núna rétt í þessu var systir mín að henda bananahiði í klósettið, einusinni stiflaði hún það og það þurfti að brjota allt upp ínná baði. Þá var búið að henda dóti oní það.Hún er sko algjör grallari, hún er stundum að gera mömmu brjálaða og mig líka. í gærkvöldi togaði hún heila hillu niður úr ískápnum og allt hrundi út um allt. Svo braut hún uppáhalds skálina hennar mömmu fyrir stuttu, sem langamma min bjó til. svona geta lítil börn verið vita ekki hvað þau eru með í höndunum. Ég held að ég hafi ekki verið svona óþekk, var frekar róleg þegar ég var lítil. Samt gat ég verið mjög frek og talaði stundum aðeins of mikið.
Mér finnst skólasundið óþolandi vegna þess að ég á bara á svo erfitt með að synda. Ég get bara ekki neitt nema baksund, mamma segist hafa verið með kút til 12 ára en ég held að hún sé að plata mig svo mér líði betur yfir hversu léleg ég er í sundi. Ég fór á sundnámskeið einusinni með veikum börnum þá var ég 7 ára. Þar lærði ég mest, en mig langar samt ekki aftur. Það er ekki í mínum framtíðardraumum að verða sundrottning. Það sem mig langar til að verða er svo margt t.d. ljósmyndari, listakona, búningahönnuður, rannsóknarlögregla eða barnalæknir. Eins gott að vera dugleg að læra:) hehehe
Núna er víst kominn kvöldmatur og ég verð að hætta.

Heyrumst síðar.


Velkomin

Ég er ánægð að við getum hjálpað þessum konum og börnum. Ekki vildi ég vera í þeirra sporum og hana nú:)
mbl.is Flóttafólkið brosti við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AF HVERJU FER FÓLK Í FÍLU ?


Stundum fer ég í fílu, sé samt alltaf eftir því og líður pínku eins og kjána á eftir. Það fátt leiðinlegra en fílupúkar:( Fíla getur skemmt heilan dag fyrir manni. Allt í lagi að verða reiður en fíla er annað mál. Þegar maður fer í fílu er erfitt að hætta að vera í fílu:/
Sérstaklega þegar maður fer í fílu út í mömmu sína eða pabba og fólk sem manni þykir vænt um.Vinkonur fara stundum í fílu og ef orðið fyrirgefðu væri ekki til þá væri nú ekki gaman.

Hér er ljóð hehehhe

Að brosa með glenns það er fjörið
í fílu með með Grílu er ekki kjörið,
að leika ser vel er góð saga
en ljóta fílu þarf strax að laga.

Höf:Birta Hugadóttir:)hehe


Vó !!Heppin að vera á lífi.

Ekki held ég að þetta hafi verið skemmtileg reynsla, en hún er lánsöm að vera á lífi.
mbl.is Sogaðist niður um niðurfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skóli og aftur skóli.

Það var bara ágætt í skólanum í dag, er í skólanum til 12:40 á mánudögum það er bara fínt, annars er ég reyndar til 2 yfirleitt en 15: 30 á fimmtudögum.Vinkonur mínar sem ég er oftast með í skóanum heita Kristín og Hera, við leikum oftast 3 saman en núna er Hera í Danmörku.Ég fór frekar seint að sofa í gærkvöldi þannig að ég var ekkert voða hress í morgun:/ vorum að spjalla uppí rúmi ég og mamma og svo rakst ég á eina skemmtilega mynd á Ruv. Ég er búin að æfa á trompet síðan ég var 8ára og er að fara í luðrasveitina núna á eftir, fyrsta sinn eftir sumarfríið. Það er gaman að vera í lúðrasveit en stundum eru einkatímarnir ekki skemmtilegir, ég tími sko ekki að hætta þar sem ég er komin svo langt. Er reyndar alltaf að minna mömmu á að skrá mig aftur í magadansinn. Mér finnst gaman af magadanstonlist (indverskri). Núna þarf ég líka að byrja í sjúkraþsálfun aftur, hef sma áhyggjur af þessu, hendin er að orðin eins og ryðgað járn;) nei nei bara að grínast.
Mér finnst notalegt að vera ein heima, það eru svo mikil læti í mömmu og Evuló. Mamma er alltaf syngjandi óperur og Eva Lóa litla systir glamrar á píanóið sem er heima hja mér.
Ég verð að muna að þrýfa gullfiskabúrið sem er það leiðinlegasta sem ég geri a heimilinu:/ reyndar dobbla ég mömmu alltaf til þess og það er ekkert voðalega erfitt að dobbla hana:) hehe. Annars er mitt verkefni að taka úr uppþvottavélinni eða leika við systir mína. Segjum þetta gott í bili:)

P.S. Muna að skrifa í gestabókina.


Velkomin á bloggið mitt:)

Birta Hugadóttir heiti ég og er 11.ára. Hér ætla ég að fjalla um mitt skemmtilega líf:)og segja ykkur kæru vinir frá öllu sem ég er að takast á við og öllu sem nú þegar hefur gerst og verður víst ekki breitt héðan af.
Mamma mín heitir Selma og er framleiðandi af augl.og sjónvarpsþáttum fyrir erlenda aðila, hún er reyndar lærð óperusöngkona. Systir mín er 3ja ára og heitir Eva Lóa, kölluð litla vesenið eða Evaló. Foreldrar mínir búa ekki saman en eru voða góðir vinir. Pabbi er arkitekt og er fra Seyðisfirði en býr í Reykjavík.
Ég varð fyrir mjög alvarlegu slysi þegar ég fæddist, mamma er svo lítil og grönn að ég festist í fæðingunni. Læknarnir og hjúkkurnar toguðu og toguðu þannig að taugarnar sem liggja úr mænu og niðrí handlegg slittnuðu allar og sumar alveg útúr mænu. Ég er búin að fara í níu aðgerðir og fór í mína fyrstu aðeins fjögra mánaða.Hendin mín er mög lömuð og v-augað var það líka og ég get ekki einusinni notað fingurnar. Sem beturfer er þetta vinstra meginn, það þíðir ekkert annað en að horfa á það jákvæða enda hef ég séð svo margt sem er miklu verra en þetta. Evaló var sem beturfer tekin með keisara, mamma tók ekki annað í mál enda slösuðumst við báðar mjög mikið:(

Núna er skólinn byrjaður og það er gott mál, sumarið var fint, fór til Seyðisfjarðar með pabba. Það er alltaf ótrúlega gaman að vera á Seyðis enda eru frændur mínir tvíburarnir Rökkvi og Sindri þar a sumrin nú og svo Þóra hippafrænkuamma hehe með þetta líka fína farfuglaheimili. Ég for lika í sumarbúðir í Vindáshlíð og kom svo frelsuð heim að mömmu leist ekkert á mig:)haleluja.Annars var ég bara úti að leika við vinkonur mínar,passa systir mína og fór reyndar í sumarbústað með mömmu en hún tekur aldrei sumarfrí bara vetrarfri og fer þá með okkur til framandi landa eins og þegar við fórum til Karibiskahafsins síðustu jól. Núna langar okkur til Indlands eða Afríku.
Jæja nóg í bili af mér


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband