19.9.2008 | 17:05
HVAÐ ER AXLARKLEMMA?
Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu, það stendur á öxlum eftir að höfuðið er fætt og barnið situr fast. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja eða sjá fyrir axlarklemmu í fæðingu en þó er vitað að ýmis teikn geta verið fyrirboði um axlarklemmufæðingu, áhættuþættirnir eru meðal annarra:
Grunur um þungbura (4000gr eða meira)
Móðir þyngist mikið á meðgöngu eða er yfir kjörþyngd
Sykursýki móður
Lágvaxin og/eða smágerð móðir
Legbotn (fundal) mælist hár
Síðburafæðing
Langdregið annað stig fæðingar
Axlarklemma í fyrri fæðingu
flatt / afbrigðilegt lífbein eða þröng grind
www.axlarklemma.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.