8.9.2008 | 13:59
Skóli og aftur skóli.
Það var bara ágætt í skólanum í dag, er í skólanum til 12:40 á mánudögum það er bara fínt, annars er ég reyndar til 2 yfirleitt en 15: 30 á fimmtudögum.Vinkonur mínar sem ég er oftast með í skóanum heita Kristín og Hera, við leikum oftast 3 saman en núna er Hera í Danmörku.Ég fór frekar seint að sofa í gærkvöldi þannig að ég var ekkert voða hress í morgun:/ vorum að spjalla uppí rúmi ég og mamma og svo rakst ég á eina skemmtilega mynd á Ruv. Ég er búin að æfa á trompet síðan ég var 8ára og er að fara í luðrasveitina núna á eftir, fyrsta sinn eftir sumarfríið. Það er gaman að vera í lúðrasveit en stundum eru einkatímarnir ekki skemmtilegir, ég tími sko ekki að hætta þar sem ég er komin svo langt. Er reyndar alltaf að minna mömmu á að skrá mig aftur í magadansinn. Mér finnst gaman af magadanstonlist (indverskri). Núna þarf ég líka að byrja í sjúkraþsálfun aftur, hef sma áhyggjur af þessu, hendin er að orðin eins og ryðgað járn;) nei nei bara að grínast.
Mér finnst notalegt að vera ein heima, það eru svo mikil læti í mömmu og Evuló. Mamma er alltaf syngjandi óperur og Eva Lóa litla systir glamrar á píanóið sem er heima hja mér.
Ég verð að muna að þrýfa gullfiskabúrið sem er það leiðinlegasta sem ég geri a heimilinu:/ reyndar dobbla ég mömmu alltaf til þess og það er ekkert voðalega erfitt að dobbla hana:) hehe. Annars er mitt verkefni að taka úr uppþvottavélinni eða leika við systir mína. Segjum þetta gott í bili:)
P.S. Muna að skrifa í gestabókina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.