Velkomin á bloggið mitt:)

Birta Hugadóttir heiti ég og er 11.ára. Hér ætla ég að fjalla um mitt skemmtilega líf:)og segja ykkur kæru vinir frá öllu sem ég er að takast á við og öllu sem nú þegar hefur gerst og verður víst ekki breitt héðan af.
Mamma mín heitir Selma og er framleiðandi af augl.og sjónvarpsþáttum fyrir erlenda aðila, hún er reyndar lærð óperusöngkona. Systir mín er 3ja ára og heitir Eva Lóa, kölluð litla vesenið eða Evaló. Foreldrar mínir búa ekki saman en eru voða góðir vinir. Pabbi er arkitekt og er fra Seyðisfirði en býr í Reykjavík.
Ég varð fyrir mjög alvarlegu slysi þegar ég fæddist, mamma er svo lítil og grönn að ég festist í fæðingunni. Læknarnir og hjúkkurnar toguðu og toguðu þannig að taugarnar sem liggja úr mænu og niðrí handlegg slittnuðu allar og sumar alveg útúr mænu. Ég er búin að fara í níu aðgerðir og fór í mína fyrstu aðeins fjögra mánaða.Hendin mín er mög lömuð og v-augað var það líka og ég get ekki einusinni notað fingurnar. Sem beturfer er þetta vinstra meginn, það þíðir ekkert annað en að horfa á það jákvæða enda hef ég séð svo margt sem er miklu verra en þetta. Evaló var sem beturfer tekin með keisara, mamma tók ekki annað í mál enda slösuðumst við báðar mjög mikið:(

Núna er skólinn byrjaður og það er gott mál, sumarið var fint, fór til Seyðisfjarðar með pabba. Það er alltaf ótrúlega gaman að vera á Seyðis enda eru frændur mínir tvíburarnir Rökkvi og Sindri þar a sumrin nú og svo Þóra hippafrænkuamma hehe með þetta líka fína farfuglaheimili. Ég for lika í sumarbúðir í Vindáshlíð og kom svo frelsuð heim að mömmu leist ekkert á mig:)haleluja.Annars var ég bara úti að leika við vinkonur mínar,passa systir mína og fór reyndar í sumarbústað með mömmu en hún tekur aldrei sumarfrí bara vetrarfri og fer þá með okkur til framandi landa eins og þegar við fórum til Karibiskahafsins síðustu jól. Núna langar okkur til Indlands eða Afríku.
Jæja nóg í bili af mér


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birta Hugadóttir

En skemmtilegt að lesa bloggið þitt Birta mín:)

Knús,

Mamma

Birta Hugadóttir, 8.9.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband